Leita í fréttum mbl.is

jebbs :)

HAPPY%20BIRTHDAY%20BALLOON

Kolla á afmæli í dag, til hamingju með það Kissing

Magga endilega haltu samt áfram að svara hérna fyrir neðan, þetta er mjög alvarlegt mál ;) hehe

Og já eitt í viðbót. Ég ætla að blogga stundum á hinni síðunni minni líka, svona til að viðhalda henni svo hún detti nú ekki út (var að fá viðvörun, hehe)

www.freknukrutt.blog.is 

InLove

 


Konudagur og rósir með mikilmennskubrjálæði

Í gær var konudagurinn og í tilefni þess var hann faðir minn svo yndislegur að gefa mér tvær bleikar mjög svo vel lyktandi rósir.  Ég er að vísu orðin hálf smeik með þær hérna við hliðina á mér. Ég held að þær séu með mikilmennskubrjálæði, þær eru svo hamingjusamar í hvítvínsflöskunnu minni að þær ætla ekkert að hætta að springa út.... Er það nú hamingjan :)...

 SPA51240

KV.Birna Rós


. . . Gaman . . .

Góða kvöldið kæru vinir.

Ég fann allt í einu mjög svo sterka þörf fyrir að blogga, veit að vísu ekki alveg hvað segja skal.  Ég var í afmæli í gær hja henni Kollu og var það bara hin ágætis skemmtun.  Borðuðum góðan mat og góða köku í desert með bláum rjóma :) Eftir það fór fólk svona aðeins að súpa, ég sötraði aðeins á flotta hvítvíninu mínu - HAPPY CAT, verð að skella mynd af því hérna með:) En svo var ég bara stillt og fór voða þreytt heim að sofa þegar stelpurnar skelltu sér í bæinn. Hefði að vísu alveg viljað fara og dansa, en það verður að bíða betri tíma, ég tók ekki áhættuna á því að sofna dansandi. Hehe en hvernig var stelpur?

Annars bara takk fyrir skemmtilegt kvöld og takk fyrir mig Kolla. Og já bíddu eitt í viðbót, Ragna hvernig er heilsan :D

Kv Birna

SPA51223

Hef ekkert við á hvítvíni þannig ég

varð bara að kaupa það sem leit best út :D


Max says:

Jæja þá er komið að mér að blogga smá um lífið og tilveruna og það sem er í gangi og hvað er framundan!!!

I fyrsta lagi er það skólin: það er ágætt í skólanum, gæti samt verið skemmtilegra. það gengur bara vel en þetta er soldið lengi að líða finnst mér, mer finnst allir dagar heila eilífð að líða ég veit ekki afhverju það er, sona er þetta. í dag var ég búin snemma því það var eitthver íþróttadagur í skólanum og það byrjaði kl 1 og byrjaði dagskráin á því að kennarar spiluðu fótbolta leik á móti nemendafélaginu og eitthvað meira.

númer 2: ég er að fara að keppa í kvöld á móti KR í Reykjavíkurmótinu og það verður erfitt en skemmtilegt, þær eru efstar í riðlinum með 34 mörk sem er mjög mikið en við ætlum að gera okkar besta í því að reyna að stoppa þetta blessaða lið.

3: það sem er framundan hjá mer er: á laugardaginn er ég að fara að keppa í úslitum í innanhúss mótinu í 2.flokk og það verður skemmtilegt og spennandi, við spilum við breiðablik og fl góð lið. Á sunnudaginn á að skíra litlu stelpuna hans Gísla bró og það verður spennandi að vita hvað hún á að heita, (ég held að hún eigi að heita Ásdís eins og amma), svo er það á mánudaginn þegar ég og Ragna erum að fara að keppa á móti hvor annarri,, hehehe það verður skemmtilegt og skrautlegt. og svo eru 3 vikur í árshátíð FG og þá verður marr að fara að undirbúa fyrirpartý eins og hefur verið síðustu 2 ár og það hefur alltaf eitthvað skemmtilegt gerst í þessum partýum fyrst fór Oddný og Sigga á kostum og svo árið eftir var það Kristín Eva !!! spennandi að vita hver gerir eitthvað af sér þetta árið!!!

over and out

 


pælingar frá Birnunni

child_abuse

Þessa dagana þá hef ég verið að fylgjast með Kastljósinu af miklum áhuga. Ég veit kannski ekki hvort að áhugi sé rétta orðið, en umfjöllunarefnið er mjög svo umhugsunarsamt.  Það var árið 1972 sem að starfsemin í breiðuvík var lögð niður og var þá búið að vera starrækt heimili þarna í 19 ár.  Okei, semsagt árið 1953 var þetta heimili stofnað.  Þetta var að gerast á Íslandi árið 1953, en hvað er allt batnað?  Mér finnst frábært að þessir menn séu að koma fram með sögu sína í dag og opna á þetta mál, það er ekkert sjálfgefið að fólk geri það. En þegar einn brýtur ísinn koma yfirleitt fleiri í kjölfarið.  Það hefur skapast mjög þörf umræða en það er eitt sem að ég er samt að velta fyrir mér. Erum við ekki að gleyma okkur í að einblýna á fortíðina? Ég tek það fram að auðvitað er það nauðsynlegt, og ég tala nú ekki um fyrir þessa menn sem þarna voru.  En er e-ð svona til staðar í dag???  Eftir 19 ár, árið 2026, kemur þá e-r fram með sína sögu frá árinu 2007?  Auðvitað eru aðstæður allt aðrar í dag, meira um mentað fólk sem sinnir störfunum og jafnvel meira eftirlit (og þó, er það?)

Ég var að hlusta á mann í Kastljósinu núna áðan (alveg stolið úr mér hvað hann heitir) en hann var semsagt forstöðumaður í Breiðuvík á sínum tíma. Ég reyndar dáist af honum að koma fram, þetta hlýtur að vera mikið áfall.  Hann vill halda því fram að hann hafi ekki orðið vitni að þessu ofbledi sem talað er um. Hann segist vilja vera fyrsti maður til að biðjast afsökunar fyrir hönd stofnunarinnar. Þá er hægt að spyrja sig að því hvort að maðurinn væri að biðjast fyrirgefningar (stórt orð) ef hann teldi hlutina ekki hafa átt sér stað.  Hann reyndi að nota það sem „afsökun" að drengirnir komu af erfiðum heimilum og eins og hann sagði: „Þeir voru búnir að brjóta margar brýr að baki sér og sendir nauðugir í refsivis." - og bíddu er það þess vegna sem þeim var beitt ofbeldi???? Ég sé ekki alveg tenginguna þarna á milli, það eru ekki þeir sem beita ofbeldinu!  Þeir koma kannski brotnir á þetta heimili og það má segja að þarna sé bara verið að fremja á þeim endanlegt sálarmorð.

Það sem mér finnst svo vera punkturinn yfir i-ið er að þessi stofnum var rekin af ríkinu. Sálfræðingur var sendur til að meta ástandið og barnarvaldaryfirvöldum fannst skýrslurnar viðunandi. Drengirnir aftur á móti sögðu að nær öllum stundum sem sálinn var á staðnum hafi hann verið drukkinn!

Ég tek það fram að ég geri mér alveg grein fyrir að tímarnir eru ekki eins. En ég tel samt alveg ótrúlega mikilvægt að við reynum að nýta okkur þetta sláandi sorglega dæmi og könnum nútímann, hvað er í gangi í dag? Kynnum okkur nákvæmlega þær aðstöður sem börnin okkar eru í þegar þau eru í umsjón annarra J


Ég hata kvef!!!!!

það er ekkert meira pirrandi en að vera með kvef og hálsbólgu, marr er endalaust að snýta sér og hósta og ég er alveg komin með nóg.

en allavega ég ætla aðeins að kvarta meira, ég er ekki alveg nógu sátt með hvað það er engin sem kommentar hérna..það er ekki nógu gaman að vera að blogga þá og fólk er að kvarta yfir því að marr bloggi ekki nógu mikið og þegar marr tekur sig á þá nennir engin að kommenta hjá manni...

later

magga


Þarf að pissa

Homozygous - þegar manneskjan hefur tvær samsætur sem hafa alveg sömu árif                         

Heterozygous - þegar manneskja hefur tvær samsætur sem hafa mismunandi áhrif

En nóg um það . . . Ég sit semsagt hérna á þessum annars ágæta föstudegi uppí Odda og reyni eftir bestu getu að festa inn í minn elskulega haus allt um erfðir, DNA, gen, fósturþroska og þar fram eftir götunum.  Nú veit ég ekki hvort þetta hljómi spennandi fyrir ykkur. En mér finnst þetta alveg þolanlegt, bara mjög flókið að mínu mati, hinir kaflarir eru mun þægilegri, en þá er bara að flýta sér með þennan og komast í næsta ;)

Hey, fólk sem er í háskólanum, er klósett uppá þriðju hæð í Odda, eða þarf ég alltaf að fara niður á fyrstu?  Ég er nefnilega búin að vera í spreng hérna í þó nokkurn tíma en þori engan veginn að fara niður vegna mjög svo óðs ljósmyndara sem öskrar annað slagið á fólki "OOOOG FRJÓSA!!!" Mig langar ekki að frjósa þarna á miðju gólfi fyrir framan alla, að pissa í mig í þokkabót. Það eru allavegana það mikil læti í honum að ég varla þori að halda áfram að pikka á lyklaborðið þegar hann byrjar.

 Annars held ég að þetta sé allt að koma hjá mér bara hérna í Háskólanum, er allavegana farin að rata á rétta staði og komast klaklaust á milli húsa, það er nú meira en að segja það ;)

jæja ég ætla að gefa soldið í á síðustu mínútunum þangað til ég fer að sækja mömmu. Ætla svo í kringluna og ath hvort ég sjái ekki e-ð fallegt:-)

Æj eitt enn, nenniði að hóa í mig ef ykkur langar að gera eitthvað um helgina ;)

Birna


Frjálsar íþróttir,,ekki vinsælt!!!!

jæja við þróttarastelpurnar áttum að mæta í dag upp í frjálsíþróttahöll í laugardal og taka eitt stykki frjálsíþróttaæfingu. Þetta byrjaði mjög sakleysislega með smá skokki og svo nokkrum sprettum og pínu asnalegum æfingum en svo tók hann sig til og lét okkur hoppa yfir grindur og bekk og sona og þá var eg ekki nógu sátt, þetta var soldið erfitt og þegar marr ekki vanur því að vera að hoppa yfir grindur eins og hálfviti þá er þetta soldið snúið en þetta tókst ágætlega og þetta var ágætis æfing og ég held að við hefðum bara gott af því að hoppa sona og læra rétta hlaupatækni því það er mjög mikilvægt að kunna þetta svo marr geti hlaupið sem hraðast.

Eftir æfingu kom Sandra Sif að sækja mig því ég var að fara að mála hana fyrir Nemó og gerði hana sæta og fína og svo keyrði hun mig heim í svaka Jagúar(bíl) og marr fékk sér pizzu að borða og það var helvíti gott og núna sit ég hérna, á að vera að læra en það er desperate housewifes í sjónvarpinu þannig að eg get ekki haft þetta lengra.

LATER...Magga


Magga Says:

Omg hvað ég er þreytt eitthvað, ég var 5 mín frá því að fara ekki í skólan í morgun og bara sofa og sofa og sofa en ég hafði bara ekki samvisku í það. En ég sit hérna ein og er ekkert að gera og er að bíða eftir Sigga baby svo að við getum gert eitthvað skemmtilegt, farið í bíó eða eitthvað svo að ég hressist nú aðeins við. Eg er samt með góða ástæðu fyrir því að ég er svona dofin eitthvað og það er útaf því að þegar ég var búin í skólanum og ætlaði að fara í skóna mína voru þeir ekki á staðnum sem ég fór úr þeim og ég var soldið pirruð þannig að ég byrjaði að leita af skónum og fann aðra alveg eins á allt öðrum stað en mínir voru og ég þurfti að fara í þeim heim þannig að á morgun þarf ég að fara á skrifstofuna og kikja í myndavélarnar og sja hvort eitthver hafi tekið vitlausa skó,,,en hversu pirrandi er þetta að marr þarf að fara úr skónum í skólanum og svo eru þeir bara horfnir þegar marr ætlar aftur í þá...þannig að ég er að spá í að horfa annað hvort á kellinga mynd eða fara að læra eða bíó,,,hummmmm erfitt val...:d

Later

imagesCAXUMF9R


HÆ!!!

jæja þá er það mynd nr 2 með Jennifer Lopez á 2 dögum, hehe ég er alveg met, það er svo gaman að horfa á svona kellingamyndir og hafa það gott, ég er nýbúin að horfa á 2 séríur af desperate housewifes og sona þannig að eg er að kellingast á fullu, það er snilld.

Eins og alltaf er æfing í kvöld og svo er leikur á morgun við val sem verður mjög erfitt en við ætlum að gera okkar besta og reyna að halda þessu jöfnu, og svo á sunnudaginn er ég að fara að spila í íslandsmótinu innanhús þannig að það verður mikið að gera um helgina en þetta verður mjög skemmtilegt.....hey já ég ætla að sýna ykkur mynda af litlu frænku minni sem er glæný,,

IMG_1165-vi

later. magga


Næsta síða »

Höfundur

Birna og Magga
Birna og Magga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband