8.2.2007 | 00:33
pælingar frá Birnunni
Þessa dagana þá hef ég verið að fylgjast með Kastljósinu af miklum áhuga. Ég veit kannski ekki hvort að áhugi sé rétta orðið, en umfjöllunarefnið er mjög svo umhugsunarsamt. Það var árið 1972 sem að starfsemin í breiðuvík var lögð niður og var þá búið að vera starrækt heimili þarna í 19 ár. Okei, semsagt árið 1953 var þetta heimili stofnað. Þetta var að gerast á Íslandi árið 1953, en hvað er allt batnað? Mér finnst frábært að þessir menn séu að koma fram með sögu sína í dag og opna á þetta mál, það er ekkert sjálfgefið að fólk geri það. En þegar einn brýtur ísinn koma yfirleitt fleiri í kjölfarið. Það hefur skapast mjög þörf umræða en það er eitt sem að ég er samt að velta fyrir mér. Erum við ekki að gleyma okkur í að einblýna á fortíðina? Ég tek það fram að auðvitað er það nauðsynlegt, og ég tala nú ekki um fyrir þessa menn sem þarna voru. En er e-ð svona til staðar í dag??? Eftir 19 ár, árið 2026, kemur þá e-r fram með sína sögu frá árinu 2007? Auðvitað eru aðstæður allt aðrar í dag, meira um mentað fólk sem sinnir störfunum og jafnvel meira eftirlit (og þó, er það?)
Ég var að hlusta á mann í Kastljósinu núna áðan (alveg stolið úr mér hvað hann heitir) en hann var semsagt forstöðumaður í Breiðuvík á sínum tíma. Ég reyndar dáist af honum að koma fram, þetta hlýtur að vera mikið áfall. Hann vill halda því fram að hann hafi ekki orðið vitni að þessu ofbledi sem talað er um. Hann segist vilja vera fyrsti maður til að biðjast afsökunar fyrir hönd stofnunarinnar. Þá er hægt að spyrja sig að því hvort að maðurinn væri að biðjast fyrirgefningar (stórt orð) ef hann teldi hlutina ekki hafa átt sér stað. Hann reyndi að nota það sem afsökun" að drengirnir komu af erfiðum heimilum og eins og hann sagði: Þeir voru búnir að brjóta margar brýr að baki sér og sendir nauðugir í refsivis." - og bíddu er það þess vegna sem þeim var beitt ofbeldi???? Ég sé ekki alveg tenginguna þarna á milli, það eru ekki þeir sem beita ofbeldinu! Þeir koma kannski brotnir á þetta heimili og það má segja að þarna sé bara verið að fremja á þeim endanlegt sálarmorð.
Það sem mér finnst svo vera punkturinn yfir i-ið er að þessi stofnum var rekin af ríkinu. Sálfræðingur var sendur til að meta ástandið og barnarvaldaryfirvöldum fannst skýrslurnar viðunandi. Drengirnir aftur á móti sögðu að nær öllum stundum sem sálinn var á staðnum hafi hann verið drukkinn!
Ég tek það fram að ég geri mér alveg grein fyrir að tímarnir eru ekki eins. En ég tel samt alveg ótrúlega mikilvægt að við reynum að nýta okkur þetta sláandi sorglega dæmi og könnum nútímann, hvað er í gangi í dag? Kynnum okkur nákvæmlega þær aðstöður sem börnin okkar eru í þegar þau eru í umsjón annarra J
Athugasemdir
ég er búin að vera að fylgjast með þessu líka og ég er alveg í sjokki yfir þessu að þetta hafi verið sona á íslandi og að sjá að' þetta eru allt menn sem hafa lent illa í því eftir að þeir voru þarna, við sjáum Lalla og fl sem eru buinir að lenda í drykkju, eiturlyfjum og jafnvel fangelsi en so er 1 í viðbót, þótt að þessi maður sem sá um þetta heimili sé til í að biðjast afsökunar, er það nóg ? haldiði að þessir menn eigi eftir að líða eitthvað mikið betur ef þeir fá að heyra afsökunarbeiðni frá manninum? eg veit ekki, eg er ekki viss um að það sé nóg!!!!!!
magga (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 20:45
Auðvitað er það ekkert nóg. En fyrirgefning er samt stórt orð og í rauninni þá á mikið að liggja að baki. "FYRIRGEFÐU" er soldið ofnotað orð finnst mér. Ég held að fólk sé sjaldnast virkilega að meina það, kannski meira að stilla til friðar...... En æj ef að þetta er gert af fullum hug þá segir þetta mikið, það þarf rosalegan styrk til að viðurkenna mistök sín...... En AUÐVITAÐ lagar það ekkert ástandið, en það er samt svona smá næring ..... æj skiljiði mig .. ? ? ?
Birna Rebekka (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 21:20
ja það er reyndar satt hjá þer..það er aðeins skárra en að fá ekki neitt!!!! en ég vorkenni þessum mönnum mjög mikið, og það er gott að þeir eru að koma fram núna og segja hvernig þetta var en samt soldið seint!!!
magga (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 21:28
Bíddu hefur engin skoðun á þessu ? ? ? eða er ég bara svoa ótrúlega ómerkileg ? ? ? ´j ég veit ekki
Birna Rebekka (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 04:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.