19.2.2007 | 14:15
Konudagur og rósir með mikilmennskubrjálæði
Í gær var konudagurinn og í tilefni þess var hann faðir minn svo yndislegur að gefa mér tvær bleikar mjög svo vel lyktandi rósir. Ég er að vísu orðin hálf smeik með þær hérna við hliðina á mér. Ég held að þær séu með mikilmennskubrjálæði, þær eru svo hamingjusamar í hvítvínsflöskunnu minni að þær ætla ekkert að hætta að springa út.... Er það nú hamingjan :)...
KV.Birna Rós
Athugasemdir
ekki fekk ég neitt á konudaginn..ha siggi? pabbi?
magga (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:43
Ertu að segja mér að hann Sigurður hafi ekki gert neitt fyrir þig, og ekki einu sinni gefið þér blóm????
Sko ég fékk meira að segja gjöf á valentínusardaginn, voða sæt - frá "leyndum" aðdáanda ;) Fékkstu e-ð þá ??? Ég held ég þurfi að fara að tala þessa karlmenn í gegn!!!!
Birna Rebekka (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:04
ja eg er að segja alveg satt,,,eg fekk ekki neitt á valentínusardaginn og ekkert á konudaginn,:)
sona eru þessir kallar
magga (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.