12.11.2006 | 20:19
krúttleg veður
Sæl veriði, ég heyrði þessa líka mögnuðu setningu um daginn. Ég er að spjalla við hana Kristínu Ósk á msn og spyr hvað sé nú eiginlega málið með þetta veður (það var mjög vont). Þá segir hún: "Æj mér finnst þetta svo krúttlegt veður". Þá spyr ég ykkur, hafiði einhverntímann litið útum glugan og hugsað hvað veðrið sé nú einstaklega KRÚTTLEGT ??? Mér fannst þetta alveg snilld :D
Kveðja Birna
Athugasemdir
já... mér finnst það krúttlegt þegar það er svona fallegur jólasnjór að falla niður og það er gjörsamlega enginn vindur!!!!
80sHulda (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 02:18
sko ég er ekki ein sem finnst veðrið vera krúttlegt..!! það er kanski ekki krúttlegt í augnablikinu en það var krúttlegt þegar það snjóaði svona fallega :P
kristín ósk (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 18:17
Veistu mér finnst veður stundum krúttlegt eða svona ohh ég er svo heppin að vera innivið með kertaljós og spil...(þust sjónvarp) en ég elska þegar það snjóar....!!
Oddný (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.