17.11.2006 | 19:06
gott kvöld ...
Kæru vinir ... hvernig hafið þið það ?
Ég og hún Margrét Eva vinkona mín gerðumst svo góðar í gær að skella okkur til Hemma Gunn, og það má með sanni segja að við höfum verið í Sjöunda himni :) Við skelltum okkur á McDonalds áður en við fórum og vorum þar af leiðandi ekki mjög tímalega (ekki seinar samt), við þurftum að leggja í biðstæði vegna þess að það átti greinilega eftir að elda matinn okkar, en allt í lagi með það. Þegar við komum niðrí bæ mátti ég hafa mig alla við til þess að finna stæði sem næst staðnum, hún magga er nefnilega svo kröfuhörð, henni fannst kallt.... En ég reyndi, fór óvart inn í fáránlega götu sem reyndist síðan heita Mjóasund og stóð svo sannarlega undir nafni. Þegar hér var komið við sögu var ég orðin ansi stressuð og ákvað að leggja bara á SS planinu mínu (enda alltaf þar). Við komumst svo inn á Nasa fyrir rest. Þar gekk þátturinn og við gátum nú alveg hlegið og þá sérstaklega af honum Þorsteini, ég hlæ bara við það eitt að sjá manninn.
Þátturinn kláraðist svo og þá var ekkert annað að gera en að steypa sé út í kuldan aftur :S Ég ætlaði að sníkja mér far hjá Eydísi að bílnum mínum en nei nei þá lagði hún bara á móti mínum bíl... Þannig að þá var tekinn spretturinn og ég get svo svarið það að ég hélt eitt augnablik að þetta væri mitt allra síðasta. Þegar ég kom að bílnum var Magga farin að öskra, ég fann ekki fyrir vinstri helmingnum af andlitunu, vá hvað það var skrýtið...
En við dóum nú ekki ráðalausar og ákváðum að skreppa bara AFTUR á McDonald og fá okkur ís :D Á leiðinni þangað VÆLDI margrét úr hlátri (var enn að hlægja af Þorsteini), á tímabili var mér ekki farið að lítast á blikuna, var ekki viss hvort hún hefði þetta af ... en jújú, hún róaðist. Ég var í góðum fíling í bílalúgunni að kaupa ís þegar að Magga heyri þetta líka svakalega góða lag í útvarpinu, hún hreinlega gat ekki hamið sig og hækkaði allt í botn, það hæðsta sem hægt var. Ég var ekki að fíla þetta, og væntanlega ekki afgreiðslustrákurinn heldur, svo var mér litið á Möggu og þá var hún byrjuð að væla aftur ... helv.. takkinn festist þá inni og hún réð ekkert við útvarpið (gerist stundum). Við ætluðum aldrei að getað lækkað, við fengum ekki hljóð fyrr en að ég var búin að rífa útvarpið úr !!! En þetta var gaman samt :D
Takk fyrir skemmtielgt kvöld, ætla að enda þetta á einum gullmola:
Maður í Þorlákshöfn lést þegar hann í æsingi sínum reyndi að gleypa bæklinginn frá IKEA.
Athugasemdir
hehehe í alvöru stelpur! 2 sinnum á McDonalds sama kvöldið!! what´s wrong.. þetta er ekki mjög girnilegur matur verð ég að segja.. en þið um það ! gaman að sjá ykkur í kassanum :) voða sætar og fínar!hehe
Ragna (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 01:44
eg verð að segja að þetta hafi verið eitt fyndnasta kvöld sem eg hef upplifað í langan tíma..og þetta helvitis útvarp, takkinn festist líka ekkert smá inni,eg réði ekkert við útvarpið og ekki heldur við sjalfa mig úr hlátri þannig að eg var alveg í tómu tjóni og gat ekkert gert og birna greyið var að reyna að öskra eitthvað á gæjan í lúgunni,,,heheh fyndið:d takk fyrirr frábært kvöld Birna mín
magga (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 02:21
haha já gott að þið skemmtuð ykkur :P en það er borat á morgun ekki satt ??
kristín ósk (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.