26.12.2006 | 22:30
svekk
Maður getur víst ekki alltaf verið sáttur við allt í lífinu. Eitt af því sem að ég er ekki sátt við í augnablikinu er að ÉG FÉKK BARA 2 JÓLAKORT... sko þetta er ekki alveg að gera sig, ég sendi 20 :P hafi voða mikið fyrir því að koma þessu í póst á réttum tíma og svona, svo á aðfangadagskvöld settist ég voðalega spennt niður til að opna kortin mín, en nei nei þá var bara eitt í póstkassanum :( það var frá henni Siggu, takk Sigga mín :* og svo var ég búin að fá eitt frá Söru Björk. Auðvitað þeir sem að gáfu mér pakka eru afsakaðir..... en hinir ekki, og hana nú, maður á að senda vinum sínum kveðju á þessum tíma :)
En ég vil ekki tuða endalaust.... Ætla líka að óska ykkur gleðilegra jóla, vona reyndar að ég hafi sent ykkur sem lesið þetta jólakort ;) En ég vona að þið séuð búin að hafa það gott og haldið því áfram .......
KV. Birna Rebekka
Athugasemdir
Ég sendi þér Jólakort
en það hefur greinilega ekki komist til skila
Arnór Jón (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 20:40
Sorry, hafði ekki tíma til að skrifa jólakort
mér þykir það mjög leitt en þú færð vonandi VOÐA flott jólakort næst
Ragna (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 23:35
ég fékk reyndar sms frá þér Ragna :) þú kemst nokkuð langt á því ;) Hmm veit ekki Arnór ... kannski á það eftir að koma :) það myndi gleðja mitt litla hjarta
ég verð bara að bíða spennt við lúguna
Birna Rebekka (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 02:05
nú svo getur maður bjargað sér á nýjárskveðjum ef að jólakortin klikkuðu.... maður deyr nú ekki ráðalaus :P
HDB (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 13:58
Komið frá þér Arnór, þakka þér kærlega fyrir :)
Birna Rebekka Björnsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 14:28
Mín kort til allra eru sein og verða því bara áramótakort...hehe í alvöru
Oddný Bergþóra Helgadóttir (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 21:12
hahaha eg fekk ekki kort fra þer
heheheheheheh
Kristín Eva Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.