Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
29.12.2006 | 22:27
obbobbobb
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2006 | 22:30
svekk
Maður getur víst ekki alltaf verið sáttur við allt í lífinu. Eitt af því sem að ég er ekki sátt við í augnablikinu er að ÉG FÉKK BARA 2 JÓLAKORT... sko þetta er ekki alveg að gera sig, ég sendi 20 :P hafi voða mikið fyrir því að koma þessu í póst á réttum tíma og svona, svo á aðfangadagskvöld settist ég voðalega spennt niður til að opna kortin mín, en nei nei þá var bara eitt í póstkassanum :( það var frá henni Siggu, takk Sigga mín :* og svo var ég búin að fá eitt frá Söru Björk. Auðvitað þeir sem að gáfu mér pakka eru afsakaðir..... en hinir ekki, og hana nú, maður á að senda vinum sínum kveðju á þessum tíma :)
En ég vil ekki tuða endalaust.... Ætla líka að óska ykkur gleðilegra jóla, vona reyndar að ég hafi sent ykkur sem lesið þetta jólakort ;) En ég vona að þið séuð búin að hafa það gott og haldið því áfram .......
KV. Birna Rebekka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.12.2006 | 12:59
jólin eru að koma ... lalalala
Ég er farin að halda að ég missi bara af jólunum! Ég er svo ótrúlega þreytt að ég á bara eftir að sofa þau af mér. Annars er ég orðin svo yndislega rugluð og þar á meðal í dögunum. Ég óð inn til Birgis í morgun og reif greyið fram úr rúminu því að ég ég hélt hann væri að sofa yfir sig í vinnuna. Nei nei hann var nú ekki beint sáttur þegar hann vaknaði liggur við hálf klæddur inn í forstofu og fattaði að það væri laugardagur. En ég taldi mig bara vera að gera góðverk :)
Kíkti í heimsókn til kristína og ólafar í gær, þær mæðgur eru í því að rýna í jólakortin og þukla á pökkunum og koma með ýmsar kenningar. Nú á mér eftir að finnast úber gaman að gefa þeim pakka og blöffa útlitið á þeim... hehe. Annars var þetta fínasta heimsókn, ég lá í sófanum hálf sofandi og hlustaði á jólalög, og fékk útskriftarpakka :) voðalega góð lykt af honum :)
En þá eru jólin bara alveg að koma, ég ætla að hlaupa niður til siggu, búðin er að fyllast ... heyri í ykkur :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2006 | 00:45
Alveg að koma jól!!!!
- ég náði loksins að klára að taka til í herberginu mínu og mitt er flottara en Rögnu.
- ég er ekki búin að kaupa allar jólagjafir
- Birna komst af því að hún er ekki slys, en hverjum er ekki sama, við höldum áfram með síðuna
- Það er loksins búið að útskrifa Birnu og Kristínu
- Ragna er að reyna að múta mér til að taka til í hennar herbergi líka
- Mamma er að koma heim, vonandi nær hún heim fyrir jól, ef það er hægt að lenda á þessu skíta skeri
- Siggi er búin í jólaklippingunni,( sætur strákur )
- Jólatréð er komið upp og ég er að fara að skreyta
Later og Gleðileg jól öll sömul
Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2006 | 11:40
OJ OJ OJ OJ OJ OJ
Ég rakst á þessa frétt á visir.is í morgun, varð bara að deila þessu með ykkur ....
Þegar Tom Fischer, í Seattle, sá að bíllinn hans var að verða bensínlaus, ákvað hann að spara sér peninga og stela bensíni af öðrum bíl. Hann valdi sér stóran húsbíl i, læddist að honum og smeygði slöngu ofan í tankinn. Svo saug hann fast, til að fá bensínið til að renna.
Þegar lögreglan kom á staðinn sat eigandi húsbílsins grátandi af hlátri á tröppunum. Fischer lá hinsvegar gubbandi og stynjandi á jörðinni. Hann var líka dálítið subbulegur í framan, eftir að hafa sogið upp í sig vænan skammt úr salernistanki húsbílsins.
Birna (stúdent) hehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2006 | 19:47
Er er ekki sú heppnasta!!! :S
Það eru ekki allir eins heppnir, ég er búin að halda að ég væri með Blöðrubólgu í 3 daga og þetta var sona farið að lagast þangað til að ég vaknaði í nótt með BRJÁLAÐAN verk í bakinu og eg gat ekkert sofið og mer leist ekkert á þetta þannig að þegar ég var buin að þjálfa fór mamma með mig til læknis og þá kom bara í ljós að ég er með þvagfærasýkingu og sýkingin er farin að koma í nýrun mín þannig að eg fékk sýklalyf og ég þarf að fylgjast með því hvort ég fái hita og verði verri og ef það gerist þarf ég að fara upp á bráðamótöku og fá penselin í æð, ég nenni því nú ekki þannig að ég vona bara það besta!!!! ´
ætlaði bara að láta vita af mér !!!!
Later, magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2006 | 11:09
enginn tími
Skoooo ég hef ekki tíma til að vera til. Þannig að þið verðið bara að bíða róleg :) Ef að þið viljið hitta mig þá verðiði bara að koma í Jólahúsið ....
sjáumust :)
Birna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2006 | 11:11
*Búin í prófum*
VVVVVÚÚÚÚÚÚ..ÉG ER BÚIN Í PRÓFUM..HEHE BIRNA VAR BÚIN Á FÖSTUDAGINN, EN MER ER ALVEG SAMA ÉG ER BÚIN,,,VVVVVÚÚÚÚÚHHHHHHÚÚÚÚÚÚ
EN JÁ ÞÁ ER ÞAÐ BARA JÓLAFRÍIÐ SEM TEKUR VIÐ OG ÞAÐ VERÐUR SKO SOFIÐ OG CHILLAÐ OG EKKERT GERT OG SOFIÐ MEIRA OG KANNSKI CHILLAÐOG KAUPA JÓLAGJAFIR, VIÐ EIGUM ÞAÐ ALVEG SKILIÐ EFTIR ÞESSI ÁTÖK Í LÆRDÓMNUM, OG EITT FYNDIÐ RAGNA ER EKKI EINU SINNI BYRJUÐ Í PRÓFUM HEHEH ÞANNIG AÐ HUN FÆR EKKERT AÐ CHILLA STRAX
EN JÆJA NÚ ÆTLA EG AÐ NJÓTA ÞESS AÐ VERA BÚIN OG CHILLA ÞANGAÐ TIL AÐ ÉG FER Í KLIPPINGU OG LITUN
LATER, MAGGA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.12.2006 | 13:58
PPPRRRRÓÓÓÓÓFFFFFFF!!!!!!!
öss nu erum við bara byrjaðar í prófum þannig að við erum ekki mikið að fara að blogga næstu daga en við ætlum að gera okkar besta, en ja ég ætlaði að segja ykkur frá því að þetta fór ekki vel hjá okkur rögnu á sunnudaginn í mótinu, en svona er fótboltin það geta ekki allir unnið en við systur vorum auðvitað lang bestar á mótinu en það er ekki nóg að við séum einar,,,,,
hehe smá flipp á egóinu hérna(þetta var smá djók)
en ja læra,læra,læra,læra
Próf,próf,próf,próf,próf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2006 | 22:00
Keppa á sunnudaginn bara!!!!
A sunnudaginn verður haldið íslandsmót inni hjá okkur í 2.deild, við þróttarar ætlum að koma sterkar til leiks og rúlla þessu upp, Þetta verður einstaklega spennandi því að í hinum riðlinum er lið Fylkis, sem, allir sem fylgjast með , Ragna sis spilar með og verður gaman að sjá ef Þróttur og Fylkir lenda saman í úslitum þangað sem við ætlum okkur að sjálfsögðu, þannig að ég hvet alla sem vilja sjá skemmtilega leiki að mæta upp í fylkishöll á sunnudaginn um 11 og sja systurnar keppast um titilinn og megi sá betri vinna,,,
heheheh þetta er bara fyndið, ég eitthvað gegt að reyna að vera töff..hhehe en þetta verður spennadi...
later Kv MaGgA
Áfram Þróttur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)