Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 21:26
Magga Says:
Omg hvað ég er þreytt eitthvað, ég var 5 mín frá því að fara ekki í skólan í morgun og bara sofa og sofa og sofa en ég hafði bara ekki samvisku í það. En ég sit hérna ein og er ekkert að gera og er að bíða eftir Sigga baby svo að við getum gert eitthvað skemmtilegt, farið í bíó eða eitthvað svo að ég hressist nú aðeins við. Eg er samt með góða ástæðu fyrir því að ég er svona dofin eitthvað og það er útaf því að þegar ég var búin í skólanum og ætlaði að fara í skóna mína voru þeir ekki á staðnum sem ég fór úr þeim og ég var soldið pirruð þannig að ég byrjaði að leita af skónum og fann aðra alveg eins á allt öðrum stað en mínir voru og ég þurfti að fara í þeim heim þannig að á morgun þarf ég að fara á skrifstofuna og kikja í myndavélarnar og sja hvort eitthver hafi tekið vitlausa skó,,,en hversu pirrandi er þetta að marr þarf að fara úr skónum í skólanum og svo eru þeir bara horfnir þegar marr ætlar aftur í þá...þannig að ég er að spá í að horfa annað hvort á kellinga mynd eða fara að læra eða bíó,,,hummmmm erfitt val...:d
Later
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 16:45
HÆ!!!
jæja þá er það mynd nr 2 með Jennifer Lopez á 2 dögum, hehe ég er alveg met, það er svo gaman að horfa á svona kellingamyndir og hafa það gott, ég er nýbúin að horfa á 2 séríur af desperate housewifes og sona þannig að eg er að kellingast á fullu, það er snilld.
Eins og alltaf er æfing í kvöld og svo er leikur á morgun við val sem verður mjög erfitt en við ætlum að gera okkar besta og reyna að halda þessu jöfnu, og svo á sunnudaginn er ég að fara að spila í íslandsmótinu innanhús þannig að það verður mikið að gera um helgina en þetta verður mjög skemmtilegt.....hey já ég ætla að sýna ykkur mynda af litlu frænku minni sem er glæný,,
later. magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2007 | 18:17
Áfram ísland!!!!!!
Til hamingju ísland með sigurinn og ég held að ef við höldum þessari spilamennsku áfram þá verðum við heimsmeistarar, ég er ekki að grínast með það hvað þeir eru góðir. Ég hélt samt að eftir Frakka leikinn að þeir myndu ekki koma niður á jörðina strax en juju þeir gerðu það og spiluðu líka sona góðan leik. nóg um það!!!!
ég er að fara upp í þróttara heimili og borða pizzu og spila með stelpunum og það verður klárlega skemmtilegt kvöld og okkur veitir ekki af því, við erum að fara að spila erfiðan leik á laugardaginn og 2 flokkur er að fara að spila á innanhús mótinu á sunnudaginn og það er gott að við hristum aðeins upp í hópnum fyrir helgina og komum vel stemmdar inn í leikina
ég segi bara áfram þróttur og endilega koma og styðja okkur til sigurs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 21:18
Fokking landsleikur
horfðuð þið á landsleikinn? þið sem gerðuð það þá var þetta frekar fúlt, akkuru geta þeir aldrei haldið út í klukkutíma, þeir missa alltaf allt niður og fara að klúðra öllu og þá meina ég ÖLLU, sendingum,skotum, hraðaupphlaupum og öllum fjandanum. Núna þurfum við að vinna Frakka og það verður helvíti erfitt en það er allt hægt ef viljin er fyrir hendi og ég vona að hann verði fyrir hendi þegar við spilum við Frakka,,,en nóg um þennan leik, ég var að spila á föstudaginn og ég fékk líka þetta fína sár á hnéð sem er að drepa mig, þetta er ekki stórt sár en þetta er ógeðslega pirrandi sár því buxurnar mínar eru alltaf að festast í sárinu og það er fokking vont, ég er búin að setja allskonar krem og drasl á þetta og það virkar bara ekki neitt, en ég vona að þetta fari að lagast því ég nenni að vera með sár sem er óþæginlegt að vera í buxum, og svo var siggi að detta af hjólinu sínu(ekki reiðhjóli) og er að drepast í rassinum og er með risa sár þannig að við erum bæði eitthvað að væla hérna,,,algjörir aular,,,en jæja eg nenni ekki meir,,
later !!! magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 08:48
ég er svo mikill illi
Jæja komið þið sæl og blessuð...
Það er víst e-ð verið að reka á eftir manni að koma með blogg. Hvernig væri svo að hún Margrét Eva færi að koma með e-ð krassaandi? En já annars er nú ekki mikið að frétta af mér. Ég sit hérna á þessum fimmtudagsmorgni kl hálf9 á Þjóðarbókhlöðunni og bíð eftir að komast í tíma sem byrjar ekki fyrr en 10. Ég ætti að sjálfsögðu að vera að gera e-ð meira gagnlegra en að blogga, t.d. að lesa fyrir tímann sem ég er að fara í. En þetta er allt meðfætt hjá mér, ég þarf ekkert að lesa bækurnar ;) hehe ...
Það er voðalega skrýtið að vera nýr á svona stað, ég veit ekkert og kann ekkert. Mér finnst t.d. öll húsin vera alveg eins. Fyrsta daginn lagði ég í e-r stæði sem voru greinilega ekki fyrir mig .. hehe þegar ég kom svo í gær þá var svona stika fyrir, semsagt ég þurfti að vera með aðgang. Ég lagði í gær hjá háskólabíó og æltaði að rölta bara yfir götuna og í næsta hús ... en neiii það eru helv... framkvæmdir í gangi hérna og ég þurfti að fá mér vænan göngutúr í kringum svæðið og ætlaði aldrei að finna út hvernig ég kæmist að húsinu!! en það tókst. Núna þegar ég mætti í morgun var ekki búið að opna bókasafnið, ég sat útí bíl og fylgdist með dauðu húsinu, ég meina halló 8:15 ?? af hverju ekki bara 8 ?? en jæja ég fór inn þegar það opnaði, elti e-n strák sem var líka að fara inn, svo týndi ég honum að vísu. Fór þangað sem ég hélt að ég ætti að vera, hmm ég mátti ekkert vera þar, e-ð voða flókið system á hverju borði. Svo fann ég miða sem stóð á að almennt lesrými væri á 3. og 4. hæð þannig að ég valdi mér bara næsta stiga og fór upp. Ég valdi mér borð, skildi ekkert af hverju ég gæti ekki sett tölvuna mína í samband, vissi að það hlyti að vera, ég sá meira að segja hvíta snúru sem kom úr veggnum. Þannig að ég bara fór á fjórar fætur og undir borð .. en hmm nei fann ekkert ... en svo er þetta bara undir borðplötunni, voða hentugt (sá hinn strákinn). Og ekki nóg með þetta, heldur er ég búin að vera að horfa á áttavitann hérna á borðinu hjá mér og vellta fyrir mér til hvers hann sé nú, hehe áttaviti !!! þetta er klukka til að stilla hvenær maður fer frá borðinu því maður má bara vera klukkutíma í burtu ....
Þetta er svona það helsta sem ég hef verið að dunda mér við hérna ... svo er það bara að vera DUGLEGUR AÐ LÆRA :) :) :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2007 | 17:01
Loksins
hæhæh sko eg er með ágæta afsökun afherju eg er ekki buin að blogga og það er útaf því að talvan mín er allltaf að frjósa og eg get ekkrt gert en nuna er hun í góðu skapi.
Það var mjög gaman um jólin og áramótin og ég fékk fullt af flottum jólagjöfum og góðan mat, en nuna er skólin byrjaður aftur og það er ágætt, væri samt alveg til í smá lengra frí en þetta verður skemmtileg önn og vonandi nær marr öllum prófunum og getur svona farið að huga að útskrift eftir sona ár.
en ja eg hef ekkert meira að segja,ætlaði bara að láta vita af mer
Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.1.2007 | 20:31
árið 2006
Það er alltaf viss söknuður að horfa yfir liðið ár, en á móti kemur líka viss tilhlökkun fyrir því sem koma skal.
Ég er búin að vera svo mikið að hugsa hvað ég gerði á árinu, þetta var kannski ekki mjög viðburðaríkt ár hjá mér, en það þarf heldur ekki alltaf stóra viðburði til að vekja upp tilfinningar.
Árið byrjaði á utanlandsferð. Eftir mjög þreytandi veikindi í desember og byrjun janúar þá ákvað ég nú að skella mér samt til Kanarí með Söru. Ég hafði mjög gott af þessari ferð og náði bæði að hafa gaman og slaka á. Þegar ég hugsa til baka þá þykir mér mjög vænt um þessa ferð. Góður tími með góðri vinkonu.
Svo tók skólinn við, ég verð nú að viðurkenna að hann gekk ekkert súper vel, einhvernveginn þá var ég ekki í rétta gírnum, átti erfitt með að mæta og hafa mig í að gera hlutina.
Í apríl varð ég tvítug og af því tilefni bauð ég stelpunum í mat, það var þó bara rólegt kvöld. Í maí hélt Sara svo uppá sitt afmæi sem bara hin ágæta skemmtun, það virðist mjög eftirminnilegt atvik hafa átt sér stað þegar ég helti niður bjórnum mínum, bara gaman af því.
Þrátt fyrir mjög umdeilanlega skólagöngu þá gekk mér ljómandi vel í prófunum í maí, náði öllu og meira að segja með tær tíur. Aftur á móti fór mætingaeinkunnin mín á botninn.
Kristín, Ragna, Sara, Sigga og fleiri fengu hvítu húfuna, til hamingju með það ....
Svo var það vinnan, ágætt sumar. Var að vinna í skólagörðunum með Söru og Möggu, við gátum skemmt okkur ágætlega þar. Í lok júlí tók ég þá skyndiákvörðun að skella með til London með háöldruðu móðursystur mínum og sonum þeirra yngri. Þetta var mjög skemmtileg ferð, aftur á móti var ég ekki alltaf viss um að ég hefði þetta af vegna hita. En ég er á lífi.
Þegar ég var nýkomin heim frá London var það verslunarmannhelgin. Þar fór ég til Akureyrar með Söru og fleira fólki. Ég keypti með fimm pör af skóm (Sara meira). Svo var þetta frekar skrautleg ferð það sem eftir var. Ég er allavegana búin að fá að skoða sjúkrahúsið á Akureyri, 0 fyrir læknum, 10 fyrir hjúkrunarkonum sem leifðu mér að vera.
Unnið það sem eftir var þangað til að skólinn byrjaði í ágúst. Skólinn gekk vel, ég var bara nokkuð jákvæð og dugleg. Ég mætti vel og jú vann bara nokkuð jaft og þétt. Þessi vinna skilaði góðum árangri og hvítri húfu á kollinn.
Kristín og Lísa voru með afmæli í september og var það bara mjög gaman :)
Ég vann eins og brjálæðingur í desember eftir prófin og afgreiddi jólavörur, söng jólalög og át piparkökur 12 tíma á dag. 20. des fékk ég húfuna sem vakti mjög blendnar tilfinningar, en ég er bara jákvæð og spennt fyrir framhaldinu.
Svo ég verði nú smá væmin þá get ég sagt að inn í mér hafi margt gerst á þessu ári, hvort sem aðrir sjá það eða ekki. Ég sé loksins árangur á sjálfri mér (ekki útlitslega, það er næst), ég held að ég sé bara loksins að verða fullorðin, í hugsunum og tilfinningum. Tökum eftir því AÐ VERÐA, ekki orðin, mikill munur þar á. En þetta hefur samt ekki bara verið skemmtilegt og gott, það er það aldrei. Ég komst m.a. að því að maður getur ekki alltaf gert öllum til hæfis og það er ekki hægt að breyta sér fyrir aðra þá er það feik. Eins og ein góð kona sagði um daginn vinir koma og vinir fara . En ég er alveg sannfærð um það að við þurfum bara að takast á við allt sem á móti blæs í lífinu, það lofaði okkur enginn því að það yrði auðvelt.
Mig langar líka að nota tækifærið og þakka ykkur fyrir allt og óska ykkur gæfu og gleði á næsta ári. Einnig vil ég biðjast afsökunar ef ég hef einhverntímann sært ykkur eða á einhvern hátt komið illa fram. Það er ekki ætlunin, ég vil öllum vel og vona svo sannarlega að sú ósk mín gangi eftir.
Hafið það gott og takk fyrir allt gamalt
Birna Rebekka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)