Færsluflokkur: Bloggar
6.11.2006 | 23:15
gengur ekki sko,,,nu er eg reið
sko það er ekkert gaman að vera með sona síðu fyrir okkur birnu ef þið sem kíkjið inná þetta kommentið ekkert,,,eg og birna erum eins og hálfvitar að kommenta hja hvor annari, þið hljótið að finna eitthvað til að segja ég meina nóg getið þið skrifað á ykkar eigin síður akkurur þá ekki að skrifa hjá öðrum svo þetta verði smá skemmtilegt...
magga (brjálaða)
gerið það verið soldið lifandi,,bara fyrir mig,eg reyni alltaf að kommenta eitthvað hja sumum:d e
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.11.2006 | 13:37
heiladauði.is
Ég er í eyðu í skólanum og ég er að taka smá heiladauða á þetta, bubbles og tala við Rögnu á msn, en ja dagurinn byrjaði ekki vel, ég og birna mættum í skólan kl 9 og áttum að fara í próf í frönsku og við vorum bunar að læta eins og ég veit ekki hvað en þegar við mættum var miði á hurðinni að franskan félli niður þannig að við hefðum í fyrsta lagi getað sofið lengur og í örðu lagi ekki verið að stressa okkur svona mikið fyrir þetta blessaða próf, en eg vorkenni samt kennaranum því hann svaf yfir sig og hann skammast sín svolitið mikið fyrir það, hann labbaði fram hjá mér áðan og sagði að þetta væri skammarlegt það sem gerðist þannig að honum líður ekkert alltof vel með þetta, en það verður þá bara próf á morgun í staðin og þá eru það bara 2 próf hjá mer á morgun.
jæja þá er ekkert annað eftir nema bara að klára þennan langa dag og fara svo heim að læra!
Magga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 16:35
Balti kom bara að spjalla
í Dag fór ég og Oddný í bíó með skólanum á Mýrina og haldiði ekki að Balti sjálfur hafi ekki bara mætt á staðin og spjallað um myndina og gerð myndarinnar. Baltasar Kormákur heitir hann víst, það er bara meira töff að segja Balti. en já ég var að sjá myndina í 2 skipti og þetta er án efa besta íslenska mynd sem eg hef séð, þ.e.a.s mýrin og svo auðvitað Englar Alheimsins og ekki nema vona að það seu bestu myndirnar því Balti á þátt í þeim báðum, er þaggi annas, lék hann ekki í englum alheimsins? eg held það allavega.....
en ja ég ætla að bæta því voð að Birna stendur sig ágætlega bara í nagla átakinu, hin gleymdi ser aðeins í frönsku um daginn en það er eðlilegt að marr se soldið sressaður þar...
Kv magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2006 | 23:33
Dagurinn í dag ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2006 | 12:06
Magga says:
það var mikið að það kommentuðu eitthverjir fleiri heldur en bara eg og birna, fólk er ekki alveg nógu duglegt að kommenta hja okkur.
en ja það er ennþá vetrarfrí og ég veit ekki alveg hvernig ég á að haga mer í sona fríi, það er bara setið í náttfötunum langt fram á dag og sofið út, þetta er ekki alveg að passa sko ég er orðin svo vön því að vakna snemma í skólan eða þjálfa og núna veit eg ekki hvað ég á að gera en núna í dag er þetta í lagi því siggi er líka í fríi þannig að við getum myglað í fríinu saman:d betra en að vera ein hehehe
en jæja eg ætla að fara að reyna að koma honum út að gera eitthvað og borða..later
p.s Birna hvernig gengur í nöglunum?
kv magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2006 | 00:45
átak birnu
Góðir hálsar, hér með ætla ég að koma á framfæri mikilvægari tilkynningu..
Ég undirrituð hyggst hefjast handa við söfnun, ég ætla að safna nöglum, þ.e.a.s. ég ætla að hætta að naga þær og fara að hugsa vel um þær. Eflastu hljómar þetta ekki flókið fyrir flestum ykkar, en trúið mér, hér er um að ræða vikla áskorun fyrir mig. Ég þarf á öllum ykkar stuðning að halda. Veriði dungleg að rífa puttanau út úr munninum á mér. Og Magga mín, ég fel þér það ábyrgðarfulla verkefni að fylgjast með fingrum mínum svo að ég geti leyf lesendum að fylgjast með framgangi mála.
Hér með er hætta að naga neglur átakið SETT
wish me luck
Birna Rebekka
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2006 | 12:55
hvað á marr að gera í svona fríi?
oki ég og birna erum í vetrarfríi í skólanum og við erum báðar alveg tómar í hausnum og vitum ekkert hvað við eigum að gera,við bæði nennum ekki að gera neitt og finnum ekkert að gera. við vorum samt rétt í þessu að fá geðveika hugmynd , að hafa heimsendingarþjónustu á Subway, við erum nebblilega báðar gegt svangar en nennum ekki fram úr rúminu til að fá okkur að borða. ef þetta er ekki hámark leitnar þá veit eg ekki hvað það er.
En í gær fórum ég, birna og ragna sis í bíó og við fórum á Mýrina, og við skemmtum okkur líka svona vel, þetta er mjög góð mynd, hún er fyndin, spennandi og soldið sorgleg líka, allt í einum pakka. ég held að allir ættu að drífa sig í að lesa bara bókina og skella sér svo í bíó.
Later
MAGGA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2006 | 19:49
Áfram Þróttur á föstudaginn:D
þá er komið að mínum fyrsta leik fyrir nýja félagið og ég bíð spennt, það var æfing í dag og ég er í byrjunarliði og allur pakkinn og ég er mjög sátt og hlakka gegt til að spila á móti Fylki og gamla þjálfaranum mínum, þannig að þetta verður spennandi.
núna er birna á galakvöldinu og er að taka nokkur dansspor og ég frétti að hún hafi boðið Guðmundi fél kennara upp í eitt stykki VALS og, það var bara veirið að hringja í mig með þessar fréttir og er algjör óþarfi að nafngreina þennan aðila,,,,en þetta er spennandi sko...
en jæja ég nenni ekki meir eg er að drepast úr kulda og langar að fara´i mál við ísland út af þessum fjandans kulda, ég meina kommon það er nú alveg hægt að vera smá líbó í þessu veðri, en ja eg er hætt að rífa kjaft, farin í sturtu og hita kroppinn
later
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2006 | 17:18
komin heim
jæja þá er marr komin aftur á klakan, út heita verðrinu í london. ég sé að birna er buin að sakna mín slatta enda er það sárt þegar Mevan fer svona í burtu í nokkra daga, spurjiði bara sigga. En já það var gegt gaman í london og gott veður, nema það að ég fór á slysó um morgunin á þriðjudaginn og var ekkert alveg upp á mitt besta á Oxford street fyrsta daginn en eftir smá töflu át var ég orðin góð verslunardag nr 2 þannig að ég náði alveg að eyða slatta af peningum þann daginn sko en svo var ekkert veslað meira því við fórum að horfa á breiðabliks stelpurnar og skoðuðum Chelsea völlinn og kjellan keypti búningin og fékk að skoða klefana og allt heila klabbið og svo notuðum við seinasta daginn til að fara í sona strætó útsýnisferð um london og það var gegt gaman, en engar áhyggjur það er alveg nóg að hafa einn til einn og hálfan verslunardag, marr verður nebblilega geðveikur á að vera í kringum allt þetta fílk í þessari blessuðu borg. En já þið fáið að heyra alla söguna þegar þið hittið mig því ég nenni ekki að skrifa meir.
later(max is back)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2006 | 14:05
hitt og þetta .. aðalega þetta:
Er ég ekki alveg að standa undir væntingum ??? Það er bara svo klikkað að gera að maður gleymir sér alveg. Ég hugsa samt að þetta fari svona aaaaðeins að fara að róast .. en get svosem ekkert sagt um það. :-)
Núna er hún Magga mín bara búin að yfirgefa mig og þrátt fyrir það að ég hafi grátbeðið hana um að troða mér í ferðatöskuna sína þá varð mér ekki að þeirri ósk... Þannig að hérna sit ég og þarf að takast á við þetta hversdagslega líf á meðan að hún spókar sig um á Oxford Street. Nei nei ég er ekkert öfundsjúk, ég samgleðst henni innilega :)
en núna ætla ég að fara að skrifa ritgerð um tunglið .. hehe já öfundið mig bara, það er ekki hver sem er sem fær að gera það :D
BIRNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)