Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Svara þessu Takk!!!!!

1. miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú kerya með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?

 

kv magga


gott kvöld ...

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_cartoon_forever-20friends_010.jpg

Kæru vinir ... hvernig hafið þið það ?

Ég og hún Margrét Eva vinkona mín gerðumst svo góðar í gær að skella okkur til Hemma Gunn, og það má með sanni segja að við höfum verið í Sjöunda himni :)   Við skelltum okkur á McDonalds áður en við fórum og vorum þar af leiðandi ekki mjög tímalega (ekki seinar samt),  við þurftum að leggja í biðstæði vegna þess að það átti greinilega eftir að elda matinn okkar, en allt í lagi með það.  Þegar við komum niðrí bæ mátti ég hafa mig alla við til þess að finna stæði sem næst staðnum, hún magga er nefnilega svo kröfuhörð, henni fannst kallt.... En ég reyndi, fór óvart inn í fáránlega götu sem reyndist síðan heita Mjóasund og stóð svo sannarlega undir nafni.  Þegar hér var komið við sögu var ég orðin ansi stressuð og ákvað að leggja bara á SS planinu mínu (enda alltaf þar).  Við komumst svo inn á Nasa fyrir rest.  Þar gekk þátturinn og við gátum nú alveg hlegið og þá sérstaklega af honum Þorsteini, ég hlæ bara við það eitt að sjá manninn. 

Þátturinn kláraðist svo og þá var ekkert annað að gera en að steypa sé út í kuldan aftur :S  Ég ætlaði að sníkja mér far hjá Eydísi að bílnum mínum en nei nei þá lagði hún bara á móti mínum bíl... Þannig að þá var tekinn spretturinn og ég get svo svarið það að ég hélt eitt augnablik að þetta væri mitt allra síðasta.  Þegar ég kom að bílnum var Magga farin að öskra, ég fann ekki fyrir vinstri helmingnum af andlitunu, vá hvað það var skrýtið...

En við dóum nú ekki ráðalausar og ákváðum að skreppa bara AFTUR á McDonald og fá okkur ís :D Á leiðinni þangað VÆLDI margrét úr hlátri (var enn að hlægja af Þorsteini), á tímabili var mér ekki farið að lítast á blikuna, var ekki viss hvort hún hefði þetta af ... en jújú, hún róaðist.  Ég var í góðum fíling í bílalúgunni að kaupa ís þegar að Magga heyri þetta líka svakalega góða lag í útvarpinu, hún hreinlega gat ekki hamið sig og hækkaði allt í botn, það hæðsta sem hægt var.  Ég var ekki að fíla þetta, og væntanlega ekki afgreiðslustrákurinn heldur, svo var mér litið á Möggu og þá var hún byrjuð að væla aftur ... helv.. takkinn festist þá inni og hún réð ekkert við útvarpið (gerist stundum).  Við ætluðum aldrei að getað lækkað, við fengum ekki hljóð fyrr en að ég var búin að rífa útvarpið úr !!!   En þetta var gaman samt :D

Takk fyrir skemmtielgt kvöld, ætla að enda þetta á einum gullmola:

Maður í Þorlákshöfn lést þegar hann í æsingi sínum reyndi að gleypa bæklinginn frá IKEA.


!!!!!

Ég vaknaði einn morguninn og mér leið eins og væri búið að troða mér inní gítar..!!!!!!

 

Jesús átti kind, hún var ferhyrnd!!!!!!!

 

Magga


Birnu er kalt

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_freezing.jpg

...................

ÞAÐ ÆTTI AD BANNA ÞENNAN KULDA ... ég verð svo neikvæð þegar það er svona kalt :(


varasalvi í augu..ekki sniðugt!!!

Birna situr hérna hjá mér hágrátandi því henni og arnóri datt  í hug að steja varasalva undir og í augun á sér..þetta er mesta vitlaysa sem eg veit um,,þúst hverjum dettur þetta í hug en sona eru bara sumir og við getum ekkert við að því gert.

Arnór er að fara að keppa á eftir og það er hópferð á leikinn, hann er að fara að keppa á móti Hemma, bróðir hennar söru og þetta verður blóðugur bardagi,,Devil úrslitin koma í næstu færslu og vonandi bíða allir spenntir...

herru eg þarf að fara að hugga Birnu því hun bara hættir ekki að grenja...:d

later:d magga


krúttleg veður

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_263048.jpg

Sæl veriði, ég heyrði þessa líka mögnuðu setningu um daginn.  Ég er að spjalla við hana Kristínu Ósk á msn og spyr hvað sé nú eiginlega málið með þetta veður (það var mjög vont).  Þá segir hún: "Æj mér finnst þetta svo krúttlegt veður". Þá spyr ég ykkur, hafiði einhverntímann litið útum glugan og hugsað hvað veðrið sé nú einstaklega KRÚTTLEGT ???   Mér fannst þetta alveg snilld :D

Kveðja  Birna


BINGÓ !!!!!!

ÉG VAR AÐ SPILA Í GÆR VIÐ KR OG ÞVÍ MIÐUR TÖPUÐUM VIÐ ÞEIM LEIK EN ÞAÐ MUNAÐI SAMT EKKI MIKLU, VIÐ VORUM MIKLU BETRI, EN ÞAÐ ER ANNAÐ SEM ER MIKLU MERKILEGRA AÐ SEGJA FRA OG ÞAÐ ER HVAÐ GERÐIST Á LEIÐINN HEIM TIL MIN EFTIR LEIKINN,,,ÞANNIG VAR AÐ VIÐ ÆTLUÐUM AÐ FARA HEIM TIL MIN EFTIR LEIKINN OG BORÐA PIZZU OG SPILA BINGÓ OG ÉG, VALGERÐUR OG KARLOTTA VORUM SAMAN Í BÍL OG VORUM Á LEIÐINNI HEIM NEMA HVAÐ AÐ VIÐ LENTUM Í SMÁ SLYSI Á LEIÐINNI OG KEYRÐUM UPP Á KANT EÐA SVONA SMA EYJU OG ÞAÐ MUNAÐI MILLIMETRA AÐ VIÐ HEFÐUM LENT Á STAUR EN VIÐ FESTUMST SAMT UPP Á EYJUNNI OG ÞAÐ KOMU 3 STRÁKAR OG EINN KALL OG LYFTU BÍLNUM AF KANTINUM BARA EINS OG EKKERT VÆRI LÉTTARA OG VIÐ KEYRÐUM ÚT Á NÆSTU BENSÍNSTÖÐ OG ÞAR KOM AUÐUR OG ÍRIS ÞJÁLFARI AÐ SÆKJA OKKUR ÞVÍ VIÐ ÞORÐUM EKKI AÐ KEYRA BÍLIN LENGRA ÞANNIG AÐ ÞETTA VAR ÆVINTÝRI MARR...EN SVO ÞEGAR EG KOM HEIM VORU NOKKRAR STELPUR KOMNAR HEIM BARA AÐ CHILLA MEÐ MÖMMU,,,EN JA ÞETTA VAR ÆVINTÝRASAGAN MÍN ÞENNAN DAGINN OG LÍKA SONA SPENNANDI SAGA.......

 EN JA SVO VANN EG EINU SINNI Í BINGÓINU, EG VANN BLÁTT UMBRO SVITABAND:D

LATER,,MAGGA


smá frétt...mer finnst þetta soldið spes:d

Norsk kona á sextugsaldri hefur verið dæmd í árs fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, fyrir stórfelldan búðaþjófnað. Hún var einnig dæmt til að greiða jafnvirði 4 milljónir íslenskra króna í bætur. Talið er að konan hafi stundað þjófnaðinn kerfisbundið í níu ár og hún stal aðallega fötum. Að sögn norskra fjölmiðla stal konan um einu og hálfu tonni af fötum á þessu tímabili og er þýfið metið á um 15 milljónir íslenskra króna.Fram kemur í dómsskjölum, að konan sérhæfði sig í að stela fötum, sem ekki voru með áföstu þjófavarnarmerki. Hún fór gjarnan með fötin aftur í verslanirnar og skipti á þeim og öðrum fötum sem hún vildi heldur.Konan stal aðallega úr verslunum Hennes & Mauritz en einnig úr ýmsum öðrum verslunum. Við yfirheyrslur sagði konan, að hún hefði notið spennunnar, sem fylgdi því að stela úr verslunum.

Dóttir konunnar tók einnig þátt í þessari starfsemi en þær voru handteknar í október í fyrra í Sandvika Storsenter í Bærum eftir að þær urðu uppvísar að búðaþjófnaði. Í bíl konunnar fundist margir pokar með stolnum fötum. Í íbúð konunnar fannst einnig mikið af fötum sem flest voru ónotuð.

Það er ýmislegt sem fólk gerir til að drepa tíman..þessi kona er eitthvað mis, eg meina að stela einu og halfu tonni af fötum...það er soldið mikið

magga:D


Einn marijúanaborgara takk

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_hamburger.jpg

Ég rakst á þessa líka skondu frétt inn á Mbl áðan.  Tveir lögreglumenn í Nýja-Mexícó brugu sér inn á Burger King í þeim tilgangi að gæða sér á eins og einum hamborgara, sem er ekki frásögufærandi nema hvað .... dududud...   Það var marijúana á kjötinu þeirra.  Þar sem að þetta voru nú löggur voru þeir með dótarí á sér þannig þeir gátu sannað að þarna væri um þetta efni að ræða, og ekki nóg með það heldur fóru þeir einnig á sjúkrahús og létu rannsaka sig nánar.   Tveir starfsmenn Burger King voru handteknir og kærðir fyrir að vera með eiturlyf, að vísu votu þeir líka kærðir fyrir árás á lögreglumennina..  Lögfræðingur segir málið háalverlegt þar sem þer hefðu getað verið kallaðir í erfitt mál og hafa þá væntalega talsvert skerta athygli !!!!  Af hverju voru þeir samt að deila sínum eiturlyfjum með viðskiptavinum, er þetta ekki nógu dýrt ??? Svakalega er fólk í dag orðið gjafmilt segi ég nú bara :)

Þetta var það helsta í fréttum, Birna kveður að sinni


glæsó

herru þetta blogg mitt í gær gerði alveg smá gagn, fólk var alveg að svara og svona þannig að nuna er bara að halda áfram á þeirri braut:D

 ég, oddný og birna sitjum herna í náttúrufræði tíma og erum að fræðast um útræn öfl, ekki það að við séum að fylgjast mikið með því sem hann er að segja, eg er meira að hlusta á það sem stelpurnar hliðin á okkur eru að tala um, þær eru bunar að tala allan tíman og eru að slúðra um kærastana og sona skemmtilegt en greyið kennarinn fær enga athygli.

frönsku próf eftir 30 mín og maður er vel undirbúin, maður þarf nú að reyna að fá 10 til að fá að sleppa við þetta blessaða lokapróf og er ég á góðri leið með það, og sama má segja um Birnu. gott mál

vá hvað þetta er fyndið samt hvað ég oddný og birna erum dofnar í þessum tíma, við sitjum allar við tölvuna og oddný var að blogga og nú er ég, en samt tekst okkur alltaf að ná mjög góðum einkunnum í prófum, eg skil ekki afhverju:d (hummmm)....

en jæja eg gerði þetta nu bara fyrir rögnu að blogga núna því hun var að þykjast vera töff og vera með stæla í kommentunum þannig að ragna, lestu þetta þá!!!!

later kv magga


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birna og Magga
Birna og Magga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband